top of page

Vordagar

Vordagar skólans voru dagana 28. - 31. maí. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið okkur hliðhollir þetta árið var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Á mánudeginum skipulögðu nemendur unglingastigsins leiki fyrir nemendur skólans, bæði inni og úti. Þar var til dæmis farið í pokahlaup, skotbolta og hlaupa í skarðið.

Á þriðjudeginum fengum við heimsókn frá Birni Jónssyni sem sagði okkur frá Rafstöðinni sem stendur inni í dalnum. Hann bjó þar hluta af sinni ævi og þekkti því vel til. Auk þess sagði hann okkur frá því hvernig var að alast upp á Bíldudal á hans árum. Að frásögn lokinni fóru nemendur saman í Rafstöðina og skoðuðu sig um. Því næst gróðursettu nemendur tré í reitnum við húsið.

Á miðvikudeginum var brugðið sér af bæ og haldið á Patreksfjörð. Þar var farið á myndlista sýningu í Húsinu á verkum Jóns Hlíðberg. Við fengum góðar móttökur þar á bæ og þökkum kærlega fyrir okkur. Að því loknu tók Páll Vilhjálmsson við okkur í Skjaldborgarbíó þar sem við horfðum á kvikmynd, fengum popp og drykk og áttum notalega stund saman.

Síðasti skóladagur ársins innihélt hinn árlega UNICEF ratleik þar sem nemendur fóru um bæinn, leystu hinar ýmsu þrautir og söfnuðu um leið áheitum fyrir gott málefni. Eftir ratleikinn gæddu nemendur sér á pylsum. Þennan dag kom Katrín frá Landvernd til okkar og afhenti okkur Grænfánann í þriðja sinn. Við getum verið stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þágu umhverfisins og okkar allra.

Skólanum var síðan slitið síðar um daginn.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page