Danskennsla í Bíldudalsskóla

06.10.2017

Jón Pétur kom til okkar í vikunni og var með danskennslu fyrir nemendur. Skólahópurinn á leikskólanum kom og dansaði með 1. og 2. bekk og var yndislegt að sjá hvað þau ljómuðu öll af gleði að fá að vera með. Öðrum hópnum var skipt í 3. - 5. bekk og svo voru það 6. - 10. bekkur sem dönsuðu saman. Á lokadegi voru svo allir nemendur saman í íþróttasalnum í svokallaðri samstund í sal. Þar sem eldri nemendur báru ábyrgð á þeim yngri í dansinum og þau yngstu kenndu eldri nemendum dansana sem þau voru búin að læra. Allir stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel. Dansinn er frábær viðbót við fjölbreytt skólastarf í Bíldudalsskóla.  

 

 

Please reload

Nýlegar fréttir
Please reload

Flokkun
Please reload

Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is