top of page

UNICEF-hreyfingin 2017


Eins og undanfarin ár tekur Bíldudalsskóli þátt í verkefni UNICEF en eitt markmiða UNICEF-hreyfingarinnar er valdefling barna. Mikilvægur þáttur hennar er að fræða börnin um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðstæður jafnaldra sinna um allan heim, efla þau til þátttöku, og gefa þeim tækifæri til að sýna hug sinn í verki með framlagi til mannúðarmála. Hugmyndin er að þau átti sig á að öll börn eigi sömu réttindi og að saman geti þau lagt sitt af mörkum – hvert með sínum hætti – til að gera heiminn að betri stað.

Börnin safna hóflegum áheitum frá sínum nánustu með stöðvavinnu sem fer fram í ratleik fimmtudaginn1. júní.

Þeir sem vilja gefa í söfnunina eru beðnir um að setja peninga (hver og einn ræður framlaginu) í umslag sem nemendur hafa með sér heim í dag.

Helmingur söfnunarfjárins rennur til neyðarsöfnunar UNICEF fyrir Sýrland, þar sem menntun barna er eitt stærsta verkefni UNICEF ásamt því að útvega vatn og veita grunnheilbrigðisþjónustu. Hinn hluti framlaganna rennur til réttindafræðslu og réttindagæslu barna á Íslandi, en á síðasta ári gaf UNICEF út skýrslu um börn sem líða efnislegan skort og í ár er sjónum beint meðal annars að börnum á flótta hér á Íslandi.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page