top of page

Google for education

Bíldudalsskóli hefur tekið upp nýtt námsumhverfi sem heitir Google for education. Í Google umhverfinu geta kennarar deilt verkefnum með nemendum, fylgst með framvindu þeirra, skrifað athugasemdir við skjölin, hvatt þá áfram og leiðbeint. Með þessum forritum er hægt að hlaða inn fjölda viðbóta, t.d. tölvupósti, dagatali, samskiptaforriti og ljósmyndageymslu. Auk þess vistar Google allt sjálfkrafa, sem kemur í veg fyrir að gögn eyðist eða týnist. Með þessari innleiðingu geta allir notendur deilt skjölum á milli sín og unnið saman í einu skjali, þrátt fyrir að vera ekki í sömu tölvunni. Eins er hægt að vinna hvar og hvenær sem er og í hvaða búnaði sem er. Kennararnir geta líka fylgst vel með og veitt endurgjöf og umsagnir á meðan nemendurnir vinna að sínum verkefnum.

Kynning á verkefninu fer fram á opnum fundi sem verður auglýstur síðar en einhverjar spurningar vakna eru foreldrar beðnir um að hafa samband við skólann.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page