top of page

Bangsinn Vinur


Nemendur í 1. og 2. bekk hafa eignast nýjan bekkjarfélaga. Það er lítill bangsi sem hefur fengið nafnið Vinur. Nemendur skiptast á að taka Vin með sér heim viku í senn. Á meðan heimsókninni stendur halda nemendur dagbók um hvað hann gerir þá vikuna. Að þeim tíma loknum mæta nemendur í skólann og segja samnemendum sínum frá því hvað Vinur hefur verið að brasa síðustu daga.

Mikil ánægja er með Vin meðal nemenda og spenna hvar hann fær að dvelja næst.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page