Bangsinn Vinur

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa eignast nýjan bekkjarfélaga. Það er lítill bangsi sem hefur fengið nafnið Vinur. Nemendur skiptast á að taka Vin með sér heim viku í senn. Á meðan heimsókninni stendur halda nemendur dagbók um hvað hann gerir þá vikuna. Að þeim tíma loknum mæta nemendur í skólann og segja samnemendum sínum frá því hvað Vinur hefur verið að brasa síðustu daga.
Mikil ánægja er með Vin meðal nemenda og spenna hvar hann fær að dvelja næst.