
Lausar stöður veturinn 2020-2021
Við Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku eru lausar stöður skólaárið 2020-2021. Í Bíldudalsskóla eru 29 nemendur og kennt er í samkennslu milli árganga. Í skólanum starfa tíu starfsmenn ásamt tveimur matráðum í mötuneyti skólans sem staðsett er í annarri byggingu. Á leikskólanum Tjarnarbrekku eru 10 börn sem skiptast niður á tvær deildir, yngri og eldri deild. Á leikskólanum starfa þrír starfsmenn ásamt leikskólastjóra og tveimur matráðum í sameiginlegu mötuneyti með grunnskólanum


Fiskabúr á Tjarnarbrekku!
Undanfarnar vikur hafa litlu nemendurnir á Tjarnarbrekku unnið að mjög skemmtilegu verkefni. Þau hafa mikið gaman að því að skoða bækur um lífið í sjónum og þar er einna vinsælust bókin "Háfiskar". Þar sem erfitt yrði að hafa lifandi háfiska í búri á Tjarnarbrekku var ráðist í það verkefni að hanna eigið Tjarnarbrekku-fiskabúr! Hver og einn bjó til sinn eigin fisk en þeir voru heldur betur skreyttir með flottum pallíettum og tilheyrandi skrauti. Þá unnu eldri börnin einnig að


Blár dagur í apríl!
Lífið er blátt á mismunandi hátt! Blár apríl er styrktarfélag barna með einhverfu. Markmið þeirra er að auka vitund og þekkingu almennings á einhverfu og er alþjóðadagur einhverfunnar haldinn 2. apríl ár hvert. Á Tjarnarbrekku var blár dagur 2. apríl síðastliðinn þar sem börnin mættu í bláu. Í Bíldudalsskóla var svo blár dagur síðastliðinn föstudag, 17. apríl. Þá mættu nemendur í bláu og unnu verkefni í skólanum. Nemendur horfðu meðal annars á myndbönd um einhverfu inni á www


Páskafrí Bíldudalsskóla
Kæru foreldrar og forráðamenn. Þá er þessari viku lokið og hún gekk vel. Nemendur unnu mjög fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem þjálfa hina ýmsu hæfni. Það er þó óhætt að segja að þessar aðstæður taka mikið á alla og eftir því sem tíminn líður kemur það betur og betur í ljós. Við höldum þó ótrauð áfram í skólastarfinu og gerum okkar allra besta til að láta hlutina ganga sem best, starfsfólk, nemendur og foreldrar allir sem eitt! Í morgun áttum við skemmtilegan dag þar sem u


Miðstigið í páska Kahoot!
Í þessari viku hefur umsjónarkennari miðstigs brotið upp kennsluna með spurningakeppni um hin ýmsu málefni! Kahoot er forrit þar sem hægt er að búa til rafrænar spurningakeppnir en einnig er hægt að fara inn á síðuna og finna tilbúnar spurningakeppnir sem nemendur geta keppt í. Þegar skólastjóri kíkti inn í kennslustund í vikunni voru nemendur þrususpenntir yfir spurningakeppni um páskahátíðina! Þar voru hinar ýmsu spurningar bæði um trúarlega þætti sem og páskahefðir. Nemend


Unglingastig í LEGO-tilraunaverkefni
Áfram höldum við með skemmtilegu molana og langar að sýna ykkur hvað við erum að bralla í Bíldudalsskóla. Unglingastigið vinnur nú í flottu tilraunaverkefni með LEGO kubba. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna að hver nemandi er með sína kubba sem eru sótthreinsaðir og vel passað upp á að öllum reglum sé fylgt varðandi hreinlæti og sótthreinsun fyrir og eftir notkun. Þá er aðdáunarvert að sjá hversu passasamir nemendur eru með hreinlætið. Eins og sjá má á myndum eru allir með ein