
Skoppa og Skrítla
Skoppa og Skrítla heimsóttu leik- og grunnskólakrakka á Bíldudal en krakkarnir höfðu beðið eftir þeim með mikilli eftirvæntingu. Þær sungu og dönsuðu með krökkunum og gleðin skein úr hverju andliti. Við þökkum þeim stöllum kærlega fyrir að hafa komið við á Bíldudal þetta var sannkölluð skemmtun.

Starfsdagur
Starfsdagurinn 6. maí í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku var vel nýttur þegar starfsmenn lögðu í ferðalag á norðurfirðina. Ferðalagið hófst snemma morguns en fyrsti áfangastaðurinn var Grunnskólinn á Þingeyri. Þar tók á móti okkur skólastjórinn Erna Höskuldsdóttir sem sýndi okkur leik– og grunnskólann og kynnti fyrir okkur skólastarfið. Næst lá leiðin til Flateyrar, í Grunnskóla Önundarfjarðar og leikskólann Grænagarð, þar sem Kristbjörg Sunna Reynisdóttir sýndi okkur og sagð