Lesfimipróf - niðurstaða

Niðurstöður lesfimiprófa fyrir Bíldudalsskóla skólaárið 2017-2018 hafa verið teknar saman en niðurstaða prófana sýnir aukinn árangur milli skólaára. Mun fleiri eru að ná viðmiði 1 í septemberprófunum og fleiri nemendur eru að ná viðmiði 2 og 3 í janúar- og maíprófunum. Bíldudalsskóli hefur aukið bókakost skólans svo um munar, aukið tímann sem fer í lestur í skólanum og samvinna heimilis og skóla er til fyrmyndar. Við hvetjum alla nemendur til að taka þátt í Sumarlestri Bíldudalsskóla. Þetta er verkefni sem allir nemendur í skólanum vinna saman og markmiðið er að ná 10.000 blaðsíðum samtals. Að lesa yfir sumartímann er ekki síður mikilvægt til þess að viðhalda og bæta lestrarhraðann. Niðurstö

Vordagar

Vordagar skólans voru dagana 28. - 31. maí. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið okkur hliðhollir þetta árið var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Á mánudeginum skipulögðu nemendur unglingastigsins leiki fyrir nemendur skólans, bæði inni og úti. Þar var til dæmis farið í pokahlaup, skotbolta og hlaupa í skarðið. Á þriðjudeginum fengum við heimsókn frá Birni Jónssyni sem sagði okkur frá Rafstöðinni sem stendur inni í dalnum. Hann bjó þar hluta af sinni ævi og þekkti því vel til. Auk þess sagði hann okkur frá því hvernig var að alast upp á Bíldudal á hans árum. Að frásögn lokinni fóru nemendur saman í Rafstöðina og skoðuðu sig um. Því næst gróðursettu nemendur tré í reitnum við húsið

Sumarlestur

Við í Bíldudalsskóla erum mjög stolt af því að hafa náð góðum árangri í lestri í vetur. Nemendurnir lesa í skólanum og heima, það sýnir sig á lestrarprófum sem lögð eru fyrir að þessi æfing skiptir miklu máli. Þess vegna hvetjum við alla nemendur til að taka þátt í Sumarlestri Bíldudalsskóla. Þetta er verkefni sem allir nemendur í skólanum vinna saman og markmiðið er að ná 10.000 blaðsíðum samtals. Að lesa yfir sumartímann er ekki síður mikilvægt til þess að viðhalda og bæta lestrarhraðann. Það sést oft á lestrarprófum sem lögð eru fyrir í september að þeir nemendur sem ekki hafa lesið yfir sumarið missa leshraðann niður og þeir þurfa að vinna sig upp aftur, sem getur tekið allt að heila önn

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is