Árshátíð Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku

Árshátíð Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku var haldin mánudaginn 9. apríl og tókst mjög vel. Nemendur skólans höfðu unnið að undirbúningi í smiðjutímum í skólanum. Markmiðið var að vinna með ákveðna hæfni sem byggist á hæfniviðmiðum aðalnámskrá grunnskólans ásamt völdum lykilhæfniviðmiðum. Sem dæmi má nefna að unnið var með hæfniviðmið úr íslensku, samfélagsfræði og sviðslistum. Þema árshátíðarinnar var hinn ástsæli barnabókahöfundur Astrid Lindgren. Hún var einstaklega afkastamikill rihöfundur og hafa bækur hennar verið þýddar á fjölmörg tungumál og alls staðar hlotið góðar viðtökur. Sögur hennar búa oft yfir ævintýraljóma, eru spennandi og dularfullar og vináttan er oft í forgrunni. Sögupe

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is