top of page
VALGREINAR Í 5.-10. BEKK

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar til allt að fimmtungi námstímans en skólar geta skipulagt mismunandi hlutfall valgreina eftir árgöngum og skal slíkt koma fram í árlegri starfsáætlun. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingastigi er að hægt sé að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra, kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, verknám og list- og tækninám. Í þessu skyni gefst nemendum kostur á að dýpka þekkingu sína á þeim námssviðum eða innan lögboðinna námsgreina. Einnig eiga nemendur að geta valið um viðfangsefni sem einkum miða að því að víkka sjóndeildarhring þeirra, stuðla að aukinni lífsfyllingu eða dýpka þekkingu, leikni og hæfni sína á tilteknum sviðum í samræmi við áhuga þeirra.

Þá höfum við einnig tekið upp valgreinar tvisvar í viku, til reynslu í vetur, í 5.-7, bekk. Nemendur á miðstigi geta þá valið hluta af þeim fögum sem í boði eru fyrir unglingstig.

Val utan skóla: Heimilt er samkvæmt Aðalnámskrá að fella niður allt að 4 tíma, 160 mínútur úr vali vegna þátttöku nemenda í skipulögðu tómstunda- og æskulýðsstarfi óski nemendur og foreldrar eftir því. Foreldrar bera alfarið ábyrgð á því að nemendur stundi slíkt og skili staðfestingu óski skólinn eftir því. Að hausti þarf að skila staðfestingu á að nemandinn leggi stund á starf sem meta má og síðar á skólaárinu er kallað eftir upplýsingum um frammistöðu og ástundun nemenda í metna valinu.

Þegar nemandi velur sér námsgreinar eru þeir beðnir um að hafa eftirfarandi í huga:

  • framtíðaráform þín

  • áhugasvið þín

  • styrkleika þína

Ef nemendur þurfa einhverra hluta vegna að skipta um valgrein þegar liðið er á skólaárið skal óska eftir því skriflega á þar til gerðu breytingarblaði sem undirritað skal af foreldrum. Þó nemendur velji sér greinar er nám í valgreinum ekki frábrugðið námi í öðrum greinum. Gerðar eru kröfur til nemenda í samræmi við aldur þeirra og hæfni eins og í öðrum greinum. Valið er í samráði við foreldra, þegar nemandi er búin/nn að velja, skrifa foreldrar undir.

     
 

Valgreinar vorið 2023 er að finna hér
Haustönn 2019 unglingastig er hér​

Haustönn 2019 miðstig er hér
Haustönn 2018 er hér.
Vorönn 2017 er hér.
Haustönn 2016 er hér.
bottom of page