top of page

Sveitarstjórn getur ákveðið að skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla starfi sameiginlega í einu ráði í samreknum leik- og grunnskóla, skv. 45. gr. laga um grunnskóla. Miða skal við að fulltrúar nemenda komi úr efstu bekkjum grunnskólans og að fulltrúar foreldra og kennara komi frá báðum skólastigum. Ákvæði þetta gildir einnig um skóla þar sem tvö eða fleiri sveitarfélög hafa samvinnu um rekstur hans, sbr. 1. mgr. 45. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.

Við Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku starfar skóla- og foreldraráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skóla- og foreldraráðs. Hann situr í ráðinu og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skóla- og foreldraráði:

  • Einn fulltrúi foreldra frá báðum skólastigum 

  • Einn fulltrúi kennara frá báðum skólastigum

  • Einn fulltrúi annars starfsfólks

  • Tveir fulltrúar nemenda

  • Einn fulltrúi grenndar­samfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn.

  • Reglugerð fyrir skólaráð er að finna hér.

  • Starfsáætlun skólaráðs er að finna hér.

Fulltrúar foreldra- og skólaráðs veturinn 2022-2023:

Elsa Ísfold Arnórsdóttir, skólastjóri

Signý Sverrisdóttir, fulltrúi kennara

Elínborg A. Benediktsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

Jörundur Garðarsson, fulltrúi grenndarsamfélagsins

Ioana Nordli, fulltrúi foreldra

Emilia Sara Húnfjörð Bjarnadóttir, fulltrúi foreldra

Jóna Runólfsdóttir fulltrúi annars starfsfólks

Védís Eva Elfarsdóttir, fulltrúi nemenda unglingastigs

Gunnar Nökkvi Elfarsson, fulltrúi miðstigs

FORELDRA- OG SKÓLARÁÐ BÍLDUDALSSKÓLA OG TJARNARBREKKU
bottom of page