Vegleg gjöf til skólamötuneytisins
Föstudaginn 6. nóvember síðastliðinn fengum við heldur betur flottan glaðning þegar Slysavarnardeildin Gyða og Kvenfélagið Framsókn afhentu matráðum veglega gjöf til skólamötuneytisins okkar í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku.
Klara Berglind Hjálmarsdóttir, fulltrúi Slysavarnardeildarinnar Gyðu og Erla Rún Jónsdóttir, fulltrúi Kvenfélagsins Framsóknar mættu í Baldurshaga og afhentu matráðum mötuneytisins iðnaðarhrærivél ásamt þar tilgerðu borði og hakkavél. Hrærivélin og borðið var gjöf frá Gyðu og hakkavélin var gjöf frá Framsókn.
Við þökkum félögunum hjartanlega fyrir þennan veglega styrk sem mun svo sannarlega koma að góðum notum í framtíðinni.
