Tilkynning vegna hertra sóttvarnaraðgerða
Kæru foreldrar Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku.
Enn er beðið er eftir nýrri reglugerð menntamálaráðherra um takmarkanir í starfi grunn- og tónlistarskóla en von er á reglugerðinni seinna í kvöld og verður þá kynnt skólastjórnendum.
Hún byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir en tekur þó ekki gildi fyrir skólana fyrr en miðvikudaginn, 4. nóvember.
Nú þegar liggur fyrir að skólunum verður skylt að hólfa starfsemi sína niður. Grímuskylda er fyrir starfsfólk sem og að fyrir liggur að grímuskylda verði á mið– og unglingastigi fyrir utan kennslustofur þar sem ekki er hægt að viðhalda 2ja metra reglunni.
Í kennslustofum verður 2ja metra regla.
Grímuskylda mun ekki eiga við yngsta stigið eða leikskólann en ennþá verður takmarkaður aðgangur utanaðkomandi aðila inn í skólana.
Skólar hafa svigrúm, mánudag og þriðjudag til að aðlaga skólastarf að hertum sóttvarnaraðgerðum. Á morgun, mánudag verður „hefðbundið“ skólastarf í Bíldudalsskóla og munum við nota næstu tvo daga til að undirbúa okkur fyrir hertar aðgerðir. Tilkynning verður send út um leið og reglurnar og fyrirkomulagið skýrist í ljósi hertra aðgerða.
Kærar kveðjur, skólastjóri