Sóttvarnaraðgerðir á Tjarnarbrekku
Kæru foreldrar Tjarnarbrekku.
Eins og fram kom í gær verður leikskólinn opinn en við herðum sóttvarnaraðgerðir í samræmi við reglur almannavarna.
Fram kemur í reglugerð að koma foreldra inn í leikskólabyggingar verði með takmörkunum og ekki fleiri en 10 fullorðnir í sama rými.
Að því gefnu viljum við biðja foreldra að fylgja eftirfarandi reglum svo við getum í sameiningu fylgt þeim sóttvarnaraðgerðum sem gert er ráð fyrir en þær eru sem hér segir:
+ Þar sem rýmið okkar er ekki stórt og því verðum við að gera sérstakar ráðstafanir. Foreldrar mega koma inn í hol þegar komið er með börnin á leikskólann og sótt í lok dags en ekki inn í skólastofurnar. Ekki skulu vera fleiri en þrír inni í einu og því vil ég biðja foreldra að hinkra í bílunum ef veður er vont þangað til óhætt er að fara inn eða hinkra úti ef veður leyfir :)
+ Að vera ávallt með grímu þegar komið er inn.
+ Að spritta hendur í forstofu en sprittið er á veggnum við salernið.
Þá vil ég jafnframt biðja foreldra að halda börnum heima ef þau sýna minnstu einkenni.
Ef við stöndum saman og fylgjum reglum, getum við komist í gegnum þetta tímabil eins og í fyrri skipti.
Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband í síma 450-2344/8498976 eða senda póst á signy@vesturbyggd.is
Þann 1. apríl verða aðgerðir endurskoðaðar en ég mun senda upplýsingar og setja hér inn svo mikilvægt er að fylgjast vel með Mentor tölvupósti og færslum hér á Facebook síðunni og heimasíðu skólans.
Kærar kveðjur, leikskólastjóri