Plokkdagur í skólunum okkar
Í tilefni af degi umhverfisins, sem er haldinn hátíðlegur 25. apríl ár hvert og bar að þessu sinni upp á sunnudag, tókum við í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku plokkdag á mánudaginn 26. apríl.
Nemendur í grunnskólanum fóru út og týndu rusl í kringum skólann okkar, hreinsuðu úr ánni á Tungunni og svæðinu í kring.
Á Tjarnarbrekku týndu nemendur í kringum leikskólann og svæðið þar í kring.
Allir hjálpuðust að og á myndunum má sjá hve mikið rusl mátti finna á svæðinu. Þess má geta að ruslið var meðal annars týnt í maíspoka eins og sjá má á einni hópmyndinni.
Hörkuduglegir nemendur í skólunum okkar sem láta ekki sitt eftir liggja! :)










