top of page

Lokun grunnskólans vegna nýrra sóttvarnaraðgerða

Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk Bíldudalsskóla.


Samkvæmt nýjustu sóttvarnarreglum, sem taka gildi frá og með miðnætti 24. mars 2021, verður skólahald á grunnskólastigi bannað til 1. apríl. Þetta á ekki við um leikskóla og verður því leikskólinn Tjarnarbrekka áfram opinn fram að páskafríi.

Þetta þýðir að nemendur í 1.-10. bekk koma ekki í skólann á morgun, fimmtudag 25. mars og föstudaginn 26. mars og þar af leiðandi frestast árshátíðin þar til aðstæður leyfa. Ég mun senda út aðra tilkynningu um leið og nýjar reglur verða kynntar en endurskoða á takmarkanir á skólahaldi 1. apríl næstkomandi.


Ég óska ykkur gleðilegra "inni" páska kæru foreldrar, starfsmenn og nemendur grunnskólans,


kærar kveðjur, skólastjóri,


Signý SverrisdóttirNýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page