top of page

Laus staða leikskólakennara á Tjarnarbrekku


Bíldudalsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum eru 23 nemendur og í leikskólanum eru 11 en fer fjölgandi.

Í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru samskipti, samvinna og sköpun. Fjölbreyttir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi.

Á leikskólanum Tjarnarbrekku er laus til umsóknar eftirfarandi staða:

Staða leikskólakennara (100% starfshlutfall) eða staða leiðbeinanda á leikskóla (55%)

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun og/eða reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg

  • Góð íslenskukunnátta skilyrði

  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

  • Frumkvæði í starfi

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

  • Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi

  • Hefur hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2020.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.

Allar nánari upplýsingar gefur Signý Sverrisdóttir leikskólastjóri í síma 450-2333 eða 8498976

Senda skal umsókn á netfangið signy@vesturbyggd.is

og verður móttaka umsókna staðfest.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page