Kvennaverkfall 2023
Þriðjudaginn 24. október hafa á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blásið til heils dags kvennaverkfalls. Vesturbyggð tekur undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verðleikum. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun en þó í samráði við sína stjórnendur.
Konur og kvár í Bíldudalsskóla og í leikskólanum Tjarnarbrekku hafa tilkynnt að þau ætli að leggja niður störf þennan dag. Grunnskólinn, frístund og leikskólinn Tjarnarbrekka fellur því niður þriðjudaginn 24. október þar sem við getum ekki sinnt kennslu né gæslu þann dag með tilliti til öryggis nemenda.
Kærar kveðjur,
Lilja Rut Rúnarsdóttir
Skólastjóri Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku.
