Knús í bréfi
Nemendur á yngsta stigi Bíldudalsskóla unnu skemmtilegt og einstaklega fallegt verkefni í sjónlistum nú á vorönninni. En verkefnið snérist um að senda knús í bréfi til þeirra sem þeim þykir vænt um. Hver nemandi fékk að velja sér aðstandanda sem hann vildi senda knús til og nú á dögunum voru glöð hjörtu um allt land sem opnuðu póstkassann sinn og umslagið með knúsinu.
