Heimsókn frá Patreksskóla
Föstudaginn 1. október síðastliðinn var heldur betur stuð í Bíldudalsskóla þegar 26 nemendur á miðstigi í Patreksskóla komu í heimsókn til okkar ásamt skólastjóra Patreksskóla, kennurum þeirra og stuðningsfulltrúum. Gestirnir skoðuðu skólann okkar ásamt því að allir fóru saman í frímínútur sem þeim fannst mjög skemmtilegt. Dagskráin var spennandi en við fórum í heimsókn í Arnarlax þar sem Valdimar Ottósson tók á móti okkur ásamt fleira starfsfólki og sýndu okkur OPC fóðurstöðina og Valdimar hélt svo fyrir okkur flotta kynningu um starfsemi fyrirtækisins. Í lokin fengu nemendur glaðning áður en þeir fóru sælir og glaðir í hádegismat í mötuneyti skólans.
Eftir hádegismatinn var haldið niður í Skrímslasetur þar sem Valdimar Gunnarsson, einn eigandi setursins tók á móti okkur, hélt kynningu og fór með nemendum og starfsfólki í gegnum safnið.
Að því loknu héldu nemendur Patreksskóla aftur yfir fjall eftir stórskemmtilegan dag í Bíldudalsskóla.
Við kunnum Arnarlaxi og Skrímslamönnum bestu þakkir fyrir frábærar móttökur!


