top of page

Grænn dagur í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku

Í dag 23. október er Kabuki dagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim en dagurinn er ætlaður til að vekja athygli á Kabuki heilkenninu og er fólk hvatt til að klæðast grænu þennan dag.

Kabuki er heilkenni sem verður til vegna stökkbreytingar á litningi 12. Heilkennið getur meðal annars annars leitt til þroskahömlunar og ýmissa líffæragalla.

Kabuki heilkennið er afar sjaldgæft og hafa aðeins verið staðfest tvö tilfelli á Íslandi og í heiminum öllum er 1:32.000 sem greinast að meðaltali.

Annar þessara tveggja er Sædís Ey Björnsdóttir 4 ára, sem er nemandi á Tjarnarbrekku.


Í gær fimmtudaginn 22. október héldum við upp á græna daginn í grunnskólanum og í dag 23. október er grænn dagur á leikskólanum.

Nemendur og starfsfólk á öllum stigum mættu í grænu til að vekja athygli á deginum og heilkenninu. Þá kom fjölskylda Sædísar í heimsókn til okkar og færði öllum nemendum gjöf sem var grænt buff með Kabuki tákninu. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og gjöfina og vonum að þau geti heimsótt okkur inn í skólana og spjallað á næsta ári eins og þau hafa gert undanfarin ár.


Gleðilegan Kabuki dag!



Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page