Bleikur dagur í Bíldudalsskóla og á Tjarnarbrekku 15. og 16. október 2020
Fimmtudaginn 15. október var bleikur dagur í Bíldudalsskóla þar sem nemendur og starfsfólk skólans mætti í bleiku. Þá var unnið verkefni í skólanum þar sem nemendur klipptu út form í bleikum lit sem eiga vel við þennan dag en það voru demantur, bleika slaufan og hjarta sem allt eru mjög táknræn form og má túlka á margan fallegan hátt í tengslum við þennan dag.
Í dag föstudaginn 16. október var svo bleikur dagur á Tjarnarbrekku þar sem bleika gleðin var heldur betur við völd. Nemendur á Tjarnarbrekku máluðu bleikar myndir í tilefni dagsins og komu klædd í bleiku frá toppi til táar.
Í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku sýnum við samstöðu og stuðning við konur sem greinst hafa með krabbamein.