top of page

Bíldudalsskóli auglýsir lausar stöður.


Bíldudalsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum eru 23 nemendur og í leikskólanum eru 10 en fer fjölgandi.

Í Bíldudalsskóla er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru samskipti, samvinna og sköpun. Fjölbreyttir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám, samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi.

Í Bíldudalsskóla eru eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:Sérkennari

80-100% staða sérkennara. Starfið felst í að halda utan um öll sérkennslumál leik-og grunnskólans og vera kennurum og öðrum starfsmönnum til stuðnings varðandi nám og kennslu viðkomandi barna.


Menntunar og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu í leik-og/eða grunnskóla.

  • Menntun á sviði sérkennslu eða önnur sambærileg menntun.

  • Reynsla af kennslu á báðum skólastigum æskileg.

  • Jákvæðni, sveigjanleiki og færni í samskiptum við nemendur.

  • Frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.

  • Stundvísi og samviskusemi.

  • Reynsla af teymisvinnu.


Leiðbeinandi í frístund

32% staða leiðbeinanda í frístund. Starfið felst í að leiðbeina börnum í leik og starfi, aðstoða við skipulag frístundastarfs, samvinna við börn, starfsfólk skólans, foreldra o.fl.


Hæfniskröfur

· Áhugi á að vinna með börnum.

· Reynsla af starfi með börnum.

· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

· Jákvæðir og góðir samstarfshæfileikar.Umsóknarfrestur er til 20. október 2020.


Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Allar nánari upplýsingar gefur Signý Sverrisdóttir skólastjóri í síma 450-2333 eða 8498976. Senda skal umsókn á netfangið signy@vesturbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page