top of page

Bíldudalsskóli auglýsir lausa stöðu frístundaleiðbeinanda



Bíldudalsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum eru 23 nemendur og í leikskólanum eru 12 nemendur og fer fjölgandi.

Frístundin er opin alla skóladaga samkvæmt útgefnu skóladagatali. Í frístund býðst nemendum í 1.-4.bekk að dvelja frá skólalokum til kl.16:00 alla skóladaga.



Í Bíldudalsskóla er laus til umsóknar eftirfarandi staða:

Starfsmaður í frístund 43% starf. (Vinnutími frá 12:45-16:15)

Starfið felst í að leiðbeina börnum í leik og starfi, skipulagning á frístundastarfinu, samvinna við börn, starfsfólk skólans, foreldra o.fl.

Hæfniskröfur:

· Áhugi á að vinna með börnum

· Reynsla af starfi með börnum

· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

· Jákvæðir og góðir samstarfshæfileikar




Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar 2021.

Ráðið verður í stöðuna frá og með 4. janúar 2021.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Upplýsingar gefur Signý Sverrisdóttir skólastjóri í síma 450-2333 eða 8498976

Senda skal umsókn á netfangið signy@vesturbyggd.is

og verður móttaka umsókna staðfest.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page