Alþjóðadagur kennara 5. október!
Alþjóðadagur kennara eða kennaradagurinn er haldinn þann 5. október ár hvert.
Við óskum öllum kennurum á suðursvæði Vestfjarða sem og kennurum alls staðar á landinu og út um allan heim til hamingju með daginn!
Alþjóðasamtök kennara hafa gefið út að yfirskrift kennaradagsins að þessu sinni sé Teachers: Leading in crisis, reimagining the future sem mætti útleggja með þessum hætti; Kennarar: Leiðtogar á krepputímum, endursköpum framtíðina.
Set hér inn slóð á heimasíðu Kennarasambands Íslands þar sem fjallað er í stuttu máli um þennan dag:
https://www.ki.is/vidburdir/althjodadagur-kennara/
Kærar kveðjur, skólastjóri.