top of page

Gjöf til Tjarnarbrekku frá stórfjölskyldunni á Tjarnarbraut 1!


Í dag, fimmtudaginn 25. júní fengum við á Tjarnarbrekku aldeilis skemmtilega heimsókn. En það voru hjónin Ágúst Gíslason og Kolbrún Matthíasdóttir sem komu til okkar ásamt fríðu föruneyti barnabarna og barnabarnabarna sinna og afhentu leikskólanum veglega gjöf!

Leikskólinn fékk að gjöf klifurdýnusett sem eru sérstaklega hannaðar vörur í samvinnu við sálfræðilækna til að stuðla að hreyfifærni og hæðarskynjun barna.

Gjöfin er ágóði af vöfflukaffi sem Ági, Kolla og stórfjölskyldan á Tjarnarbraut 1 hefur staðið fyrir undanfarin ár á hátíðinni Bíldudals grænar baunir.

Við á leikskólanum Tjarnarbrekku þökkum fjölskyldunni á Tjarnarbraut 1 kærlega fyrir þessa dásamlegu gjöf sem á tvímælalaust eftir að koma að góðum notum.

Gjöfin vakti mikla gleði þegar nemendur fengu að prófa leikdýnurnar strax að afhendingu lokinni!

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page