top of page

Árangur í lesfimi!


Niðurstöður úr hraðlestrarprófinu Lesferill eru eitt af mikilvægustu tækjunum sem skólinn hefur til þess að mæla, með samræmdum mælitækjum, hvernig nemendur standa gagnvart sjálfum sér.

Eðlilegar framfarir eru t.d. þegar nemandinn hækkar sig, þó ekki sé nema lítilllega á milli mælinga. Fyrir skólann skiptir máli að framfarir séu í lagi - því þegar samræmdar mælingar gefa okkur vísbendingar um að við séum ekki að bæta okkur á milli mælinga - þá er það skólans að taka upp aðra starfshætti og prófa fjölbreyttar leiðir til þess að nemendur haldi áfram að bæta við sig.

Í tilviki Lesferils er það stundum þannig að segja má að nemendur hafi náð markmiðum sínum, eru orðin fluglæs og geta lesið hratt eða hægt allt eftir því að hverju þau eru að stefna.

Lesferillin er lagður fyrir þrisvar sinnum á vetri, í september, í janúar og í maí. Þegar við skoðum heildarniðurstöður Bíldudalsskóla veturinn 2019-2020 þá eru framfarirnar glæsilegar!

16 nemendur mældust undir viðmiðum í sínum aldursflokki í september síðastliðnum en 11 náðu upp í viðmið 2 nú í maíprófunum sem og að fjórir nemendur færðust upp í viðmið 2 og 3. Mikilvægast er þó að allir nemendur Bíldududalsskóla sýndu framfarir og flestir sýndu miklar framfarir á milli mælinga.

Ég hvet alla nemendur til að halda áfram að þjálfa lesturinn sinn í sumar! Höldum áfram að lesa og höldum áfram að sýna svona framfarir og ná markmiðum okkar!

Lesfimiviðmiðin má finna hér.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page