top of page

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar!


Innilega til hamingju!

Það gleður okkur að tilkynna að skólinn þinn hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Í ár styrkir sjóðurinn 28 skóla um sem nemur 9 milljónum króna. Styrkur skiptast í tvo meginflokka, annars vegar um 1,5 milljón vegna námskeiða og hins vegar 7,5 milljónir vegna kaupa á smærri tækjum í forritunar og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði. Ljóst er að þörf skóla er mikil á þessu sviði því í ár var sótt um styrki sem í heild nema yfir 40 milljónum króna og því ljóst að ekki var hægt að veita öllum styrk sem sóttu um.

HÆGT VAR AÐ SÆKJA UM Í EINUM EÐA FLEIRI NEÐANGREINDUM FLOKKUM:

·Námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu.

·Tölvubúnað; notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð sem eru yfirfarnar af kerfistjórum hollvina FF.

·Styrk til námsefnisgerðar í forritunar- og tæknikennslu.

·Styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu (ath. ekki tölvur).

Þinn skóli hefur fengið styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu að upphæð 100.000 kr.

Þetta eru sannarlega gleðilegar fréttir og við hlökkum til að halda áfram að vinna með forritun og þróa kennsluna enn frekar!

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page