Ytra mati lokið í Bíldudalsskóla.
Menntamálastofnun gerði ytra mat á skólastarfi í Bíldudalsskóla í nóvember 2017. Skýrsluna má sjá hér.
Í kjölfar ytra mats úttektar Menntamálastofnunnar varð til umbótaáætlun sem starfsfólk skólans vann eftir til vorsins 2019.
Í júní 2019 skilaði skólastjóri mati á umbótaáætlun til Menntamálastofnunnar en innramatsteymi Bíldudalsskóla lagði mat á stöðu umbótanna.
Heildarniðurstaðan er að 62% matsþátta (16) eru ljósgrænir eða skærgrænir sem þýðir að ljósgrænu þættirnir (6) tákna meiri styrkleika en veikleika þar sem er mjög gott verklag og flestir þættir í samræmi við lýsingu á gæðastarfi og skærgrænu þættirnir (10) tákna að flestir eða allir þættir eru sterkir sem er mjög gott verklag og samræmist fyllilega lýsingu um gæðastarf. Við lok ársins 2021 er stefnt á að 90% allra matsþáttana sem voru teknir fyrir verði skær grænir (flestir eða allir þættir sterkir) að mati innramatsteymis skólans (metið út frá gæðaviðmiðum skólans).
Umbótum er lokið og reglubundið innra mat útfrá gæðaviðmiðum skólans tryggir stöðugar umbætur héðan í frá. Maí 2020.
Innra mat á Tjarnarbrekku hefur verið þónokkuð í vetur. Ekki hafa verið sett fram sérstök gæðaviðmið um starfið á Tjarnarbrekku en úr því verður bætt næsta vetur. Mikilvæg gagnasöfnun fór fram á skólaárinu. Starfsfólk undir forystu skólastjóra lögðu mat á ákveðna þætti (sjá í skýrslu) með matslistum um vettvangsathugun í leikskólum.
Með matslistunum er lagt mat á hvort nauðsynlegir þættir séu til staðar til þess að starfsemi leikskólans geti talist góð. Um 60% af matsþáttunum eru til staðar og verður það markmið næsta skólaárs að fjölga þeim þáttum í 80%. Ráðgjafar Tröppu lögðu mat á úttekt og skipulag skólans með sambærilegum matslista (The communication trust) en á milli 80 og 90% af matsþáttunum töldust vera fullnægjandi.
Næsta skólaár er áætlað að vinna með viðmið Reykjavíkurborgar um gæðastarf í leikskólum en freista þess að fella saman gæðaviðmið Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku.