Lausar stöður veturinn 2020-2021
Við Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku eru lausar stöður skólaárið 2020-2021.
Í Bíldudalsskóla eru 29 nemendur og kennt er í samkennslu milli árganga. Í skólanum starfa tíu starfsmenn ásamt tveimur matráðum í mötuneyti skólans sem staðsett er í annarri byggingu.
Á leikskólanum Tjarnarbrekku eru 10 börn sem skiptast niður á tvær deildir, yngri og eldri deild. Á leikskólanum starfa þrír starfsmenn ásamt leikskólastjóra og tveimur matráðum í sameiginlegu mötuneyti með grunnskólanum.
Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka leggja áherslu á að vera fremstir meðal jafningja varðandi upplýsingatækni í skólastarfi. Í samskiptum er byggt á áherslum úr hugmyndafræði Uppbyggingastefnunnar. Í skólanum er unnið metnaðarfullt starf þar sem sérstakar áherslur eru á fjölbreytta kennsluhætti og nemendamiðað nám, vaxtarhugarfar, leiðsagnarnám og sköpun. Þá er lögð áhersla á að efla samstarf við foreldra og styrkja tengsl þeirra við skólasamfélagið og eru einkunnarorð skólans: Samskipti-Samvinna-Sköpun!
Bíldudalsskóli: Grunnskólakennari á yngsta stigi. Um er að ræða 100% stöðu.
Íþróttakennari. Um er að ræða 35% stöðu með möguleika á hærra starfshlutfalli.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf til kennslu með sérstaka hæfni á grunnskólastigi. Reynsla og áhugi á að starfa með börnum. Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi. Faglegur metnaður. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
Tjarnarbrekka: Deildarstjóri. Um er að ræða 100% stöðu.
Leikskólakennari. Um er að ræða 100% stöðu. Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf til kennslu með sérstaka hæfni á leikskólastigi. Reynsla og áhugi á að starfa með börnum. Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi. Faglegur metnaður. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Helstu verkefni og ábyrgð í störfum leik- og grunnskólakennara:
Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjóra, aðra kennara og foreldra. Vinna að þróun skólastarfs með skólastjóra og samkennurum. Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar veitir Signý Sverrisdóttir, skólastjóri í síma 450-2333 eða 849-8976. Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2020 og skal umsóknum skilað á netfangið: signy@vesturbyggd.is
