top of page

Fiskabúr á Tjarnarbrekku!

Undanfarnar vikur hafa litlu nemendurnir á Tjarnarbrekku unnið að mjög skemmtilegu verkefni.

Þau hafa mikið gaman að því að skoða bækur um lífið í sjónum og þar er einna vinsælust bókin "Háfiskar". Þar sem erfitt yrði að hafa lifandi háfiska í búri á Tjarnarbrekku var ráðist í það verkefni að hanna eigið Tjarnarbrekku-fiskabúr!

Hver og einn bjó til sinn eigin fisk en þeir voru heldur betur skreyttir með flottum pallíettum og tilheyrandi skrauti. Þá unnu eldri börnin einnig að málun og uppsetningu búrsins svo sem að mála, líma þarann og skreyta með kuðungum og skeljum.

Hér fyrir neðan má svo sjá afraksturinn á þessum flotta "fiskaheimi" sem er lýstur upp með ljósaseríu og fíneríi og börnin alsæl með fiskabúrið sitt!

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page