top of page

Blár dagur í apríl!

Lífið er blátt á mismunandi hátt!

Blár apríl er styrktarfélag barna með einhverfu.

Markmið þeirra er að auka vitund og þekkingu almennings á einhverfu og er alþjóðadagur einhverfunnar haldinn 2. apríl ár hvert.

Á Tjarnarbrekku var blár dagur 2. apríl síðastliðinn þar sem börnin mættu í bláu.

Í Bíldudalsskóla var svo blár dagur síðastliðinn föstudag, 17. apríl. Þá mættu nemendur í bláu og unnu verkefni í skólanum.

Nemendur horfðu meðal annars á myndbönd um einhverfu inni á www.blarapril.is og eftir áhorfið voru unnin verkefni í tengslum við viðfangsefnið.

Nemendur í 1. og 2. bekk fengu til dæmis það verkefni að velja sér eitt orð sem þeim fannst lýsa þeim sjálfum og skrifuðu orðið niður á blað. Hver og einn valdi svo einn lit til að skreyta en það var gert til að leggja áherslu á margbreytileikann.

Nemendur 1.-2. bekkjar með verkefnin sín. Á töflunni fyrir aftan má sjá orðin sem þau völdu sér.

Leikskólabörnin á Tjarnarbrekku fögnuðu líka Bláum apríl

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page