top of page

Miðstigið í páska Kahoot!

Í þessari viku hefur umsjónarkennari miðstigs brotið upp kennsluna með spurningakeppni um hin ýmsu málefni!

Kahoot er forrit þar sem hægt er að búa til rafrænar spurningakeppnir en einnig er hægt að fara inn á síðuna og finna tilbúnar spurningakeppnir sem nemendur geta keppt í.

Þegar skólastjóri kíkti inn í kennslustund í vikunni voru nemendur þrususpenntir yfir spurningakeppni um páskahátíðina! Þar voru hinar ýmsu spurningar bæði um trúarlega þætti sem og páskahefðir.

Nemendur skrá sig inn, hver í sinni tölvu og keppa sín á milli. Stig eru gefin fyrir rétt svör og fljóta svörun.

Ég vil hvetja alla til að kynna sér þetta skemmtilega forrit og búa til aðgang því það er mjög skemmtilegt að fara í Kahoot spurningakeppni og brjóta þannig upp daginn á þessum tímum sem við erum nú að ganga í gegnum. Linkurinn fyrir síðuna: https://create.kahoot.it/

Hér fyrir neðan má sjá myndir þar sem nemendur eru að keppa:

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page