top of page

Unglingastig í LEGO-tilraunaverkefni

Áfram höldum við með skemmtilegu molana og langar að sýna ykkur hvað við erum að bralla í Bíldudalsskóla.

Unglingastigið vinnur nú í flottu tilraunaverkefni með LEGO kubba.

Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna að hver nemandi er með sína kubba sem eru sótthreinsaðir og vel passað upp á að öllum reglum sé fylgt varðandi hreinlæti og sótthreinsun fyrir og eftir notkun. Þá er aðdáunarvert að sjá hversu passasamir nemendur eru með hreinlætið. Eins og sjá má á myndum eru allir með einnota hanska í verkefninu og hver og einn passar vel uppá sitt svæði og að sótthreinsa vel eftir verkefnavinnu.

Verkefnið þeirra var að hanna "blöðrudrifna bíla"

Hver nemandi fékk kubba og sótthreinsaðan efnivið til að vinna með.

Þá átti hver og einn að reyna að hanna bíl sem er knúinn áfram með uppblásinni blöðru.

Mikilvægt á þessum tímum að elstu nemendurnir fái líka tækifæri til að "leika sér" en á sama tíma draga mikinn lærdóm af hverkefninu og fá svo áfram áskoranir frá kennara þar sem verkefnin verða ennþá flóknari og þeir þurfa sjálfir að finna bestu lausnina. Verkefni sem þarfnast mikillar hugarleikfimi en á sama tíma mjög spennandi og skemmtilegt!

Nemendur og kennari hlógu mikið þegar bílarnir "prumpuðust" áfram til að byrja með en eftir því sem á leið og nemendur prófuðu sig áfram urðu þeir betri og betri.

Því miður var ekki hægt að hlaða inn myndbandi af bílnum en myndbandið má sjá á Facebook síðu Bíldudalsskóla.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af verkefnavinnunni:

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page