top of page

Smá gleðifrétt í morgunsárið!

Á þessum erfiðu tímum sem við nú göngum í gegnum er óhætt að segja að það tekur á hjá nemendum og starfsfólki skólanna að laga sig að breyttum aðstæðum þar sem ekki má fara á milli stofa, ekki blandast þeim nemendum sem maður er ef til vill oft með og ýmsar kennsluaðferðir og annað sem hreinlega þarf að leggja til hliðar.

Sem betur fer höfum við tæknina og með henni getum við gert eitthvað nýtt og spennandi í staðinn og bætt í aðferða- og verkefnabankann okkar :)

Í morgun brutu nemendur á yngsta stigi upp daginn sinn. Í vetur hefur 1.-4. bekkur verið í samkennslu hluta vikunnar en í dag er staðan þannig að 1.-2. bekkur hittir 3.-4. bekk ekki þessa dagana, nema í stutta stund þegar farið er út í frímínútur og þá reynt að halda bili á milli eins og hægt er. Í dag hins vegar bauð veðrið nú ekki sérstaklega upp á það að vera að skottast úti við svo nemendur fengu að vera inni í frímínútum.

Það stoppaði þó ekki hópana í að hittast þar sem flottu kennararnir þeirra höfðu undirbúið fjarfund á milli hæða!

Nemendurnir voru heldur betur glaðir og dönsuðu og sprelluðu saman, þó á sitthvorri hæðinni, í gegnum fjarfundarbúnað og að sjálfsögðu við - Daða og gagnamagnið!

Dásamleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan þar sem mikið var hlegið og talað:

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page