top of page

Skólahald fimmtudaginn 26. mars

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Á morgun, fimmtudaginn 26. mars verður skólahald sem hér segir:

1.-4. bekkur mætir kl.8:10 og lýkur skóla kl. 11:50

5.-7. bekkur mætir kl.8.20 og lýkur skóla kl. 12:00

8.-10. bekkur mætir kl. 8.30 og lýkur skóla kl.12:10

Þá vil ég aftur minna foreldra á að passa upp á það að nemendur komi nákvæmlega á þeim tíma sem getið er um hér að ofan því þegar í skólann er komið fara nemendur beint inn í stofu að loknum handþvotti/sprittun.

Dagurinn í dag gekk mjög vel hvað þetta varðar og vil ég þakka foreldrum kærlega fyrir.

Þá vil ég einnig ítreka við foreldra að mjög mikilvægt er að tilkynna forföll strax í upphafi dags með því að hringja í 450-2334, senda póst á signy@vesturbyggd.is eða skrá inn á Mentor.

Það á einnig við um leikskólann. Að láta vita ef forföll eru á leikskólabörnum annað hvort með því að skrá inn á Mentor eða hringja í síma 450-2344 strax að morgni.

Kærar þakkir og bestu kveðjur, skólastjóri

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page