top of page

Fyrirkomulag skólahalds næstu daga

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Nú er ný vika tekin við og ljóst er að gera þarf enn frekari ráðstafanir.

Við viljum aftur ítreka við ykkur að fylgjast vel með póstinum ykkar næstu daga sem og tilkynningum sem koma inn á Facebook síðu skólans sem og heimasíðuna og síðu Vesturbyggðar þar sem breytingarnar geta orðið enn tíðari frá degi til dags.

Frá og með morgundeginum 24. mars verður mötuneytið lokað að minnsta kosti til og með 13. apríl næstkomandi. Þar af leiðandi skerðist skóladagurinn. Kennsla mun halda áfram frá 8.10-12.10 og þar sem þarf að herða aðgerðir enn frekar og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir blöndum hópa munum við næstu daga láta nemendur koma í skólann með 10 mínútna millibili og verður fyrirkomulagið sem hér segir:

1.-4.b. mætir kl. 8.10-11.50

5.-7.b. mætir kl. 8.20-12.00

8.-10.b. mætir kl. 8.30-12.10

Þá viljum við jafnframt biðja foreldra að koma ekki með nemendur í skólann fyrr en á settum tíma. Skólinn mun ekki opna fyrr en á slaginu 08:00 vegna skorts á starfsfólki og þess vegna fer best að nemendur mæti á þeim tíma sem tímarnir eiga að byrja til þess að koma í veg fyrir að allir safnist svo fyrir í einni kös í anddyri skólans.

Þá munum við einnig gera þessar ráðstafanir í frímínútum, skipta hópunum á skólalóðinni og senda nemendur út með nokkurra mínútna millibili sem gekk vel í síðustu viku þar sem við höfum stóra skólalóð.

Kennararnir vinna nú að því að útbúa verkefna/vinnumöppur til að senda heim með nemendum ef koma skyldi til þess að kennsla fari að falla niður vegna óviðráðanlegra aðstæðna en við munum að sjálfsögðu reyna að halda starfinu gangandi eins og mögulegt er.

Leikskólahald verður óbreytt frá síðustu viku og við munum láta vita strax ef einhverjar breytingar verða á því.

Að lokum viljum við ítreka við foreldra, eins og fram hefur komið frá almannavörnum, að ef börnin ykkar sýna minnstu flensueinkenni ber að halda þeim heima þar til þau eru orðin fullfrísk og hress til að mæta í skólann. Ef þessar aðstæður eru til staðar vil ég jafnframt biðja foreldra að láta skólann vita strax ef nemendur koma ekki, annað hvort með því að skrá inn á Mentor eða hringja í 450-2334 og fyrir leikskólann 450-2344.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við í síma 450-2333 eða senda póst á signy@vesturbyggd.is og fyrir leikskólann 450-2344 og tjarnarbrekka@sturbyggd.is

Kærar þakkir til ykkar allra, enn og aftur, fyrir ykkar þátt í að láta þetta allt ganga.

Bestu kveðjur til ykkar, starfsfólk Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page