top of page

Þorrablót í Bíldudalsskóla

Fimmtudaginn 20. febrúar héldum við þorrablótið okkar í Bíldudalsskóla. Leikskólabörnin komu til okkar og foreldrar og forráðamenn mættu líka og saman áttum við notalega og stórskemmtilega stund í skólanum. Við þökkum öllum, sem sáu sér fært að mæta, kærlega fyrir komuna og frábært að sjá hve margir gátu komið og notið með okkur.

Dagskráin var stórskemmtileg en hún byrjaði á því að 1.-4. bekkur og leikskólabörnin fluttu flott atriði þar sem þau sungu saman Þorraþrælinn.

Því næst stóðu allir upp og dönsuðu saman Kokkinn! Konur í innri hring og karlar í ytri, við harmonikkuleik Jóns Ingimarssonar. Stórskemmtilegt!

Þegar allir höfðu dansað gafst gestum tækifæri á að skoða þorraverkefnin sem nemendur hafa unnið í smiðjum á þorranum og að lokum gæddu allir sér á dýrindis þorramat sem við fengum frá Slysavarnardeildinni Gyðu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir!

Verkefnin sem nemendur unnu voru meðal annars veggspjöld um þorramatinn, fatnaðinn í gamla daga, íslensku þjóðbúningana og burstabæina sem og íslenska draugatrú og myndskreyttar draugasögur. Þá fræddist yngsta stigið einnig um íslensku fánalitina og fleira.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page