Þorrablót Bíldudalsskóla 2020

Fimmtudaginn 20. febrúar verður þorrablót Bíldudalsskóla haldið.

Foreldrar/forráðamenn eru hjartanlega velkomnir!

Þorrablótið hefst kl. 10:00 í miðstigsstofu þar sem nemendur munu flytja stutt atriði sem og að sýna þorraverkefni sem þeir hafa unnið að undanfarnar vikur í smiðjutímum. Að atriðum nemenda loknum verður kannski smá glens og gaman og að lokum gefst nemendum, leikskólabörnunum, starfsfólki og foreldrum tækifæri á að gæða sér á þorramatnum góða! Súrmatur og hákarl, hangiket, nýbakaðar hveitikökur sem nemendur hafa bakað í heimilisfræði og fleira góðgæti!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is