Skipulagsdagur 3. febrúar 2020
Mánudaginn 3. febrúar síðastliðinn var skipulagsdagur í skólanum hjá okkur. Eins og ávallt,
er dagurinn nýttur mjög vel í endurmenntun og undirbúning.
Dagurinn byrjaði á klukkutíma upprifjun í Uppbyggingastefnunni en það er stefnan sem Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka vinna eftir. Farið var yfir hvernig við nýtum efni stefnunnar í kennslu til að gera nemendur okkar meðvitaða um hvaða stefnu við fylgjum, þá var farið í Skýru mörkin, hlutverkin okkar og starfsfólkið fyllti út lista til að finna út hverjar grunnþarfir þeirra séu, svo eitthvað sé nefnt.
Að því búnu fengum við flott erindi frá Arnheiði Jónsdóttur og Svanhvíti Sjöfn Skjaldardóttur þar sem þær fóru vel yfir starf Félagþjónustu Vesturbyggðar og starf Barnaverndar.
Nýja skólanámskráin var svo kynnt og yfirfarin en hún mun verða sett inn á heimasíðu skólans í næstu viku.
Eftir hádegið vann starfsfólk svo að undirbúningi fyrir kennslu í skólanum og komandi starfi í leikskólanum sem og að lesa fræðigreinar í leshringjum og margt fleira. Þá var einnig annað starfsfólk sem vann að mikilvægum verkefnum svo sem skólaliðar, stuðningsfulltrúar og starfsmenn mötuneytis.
Það er mikil og nauðsynleg vinna sem fer fram á skipulagsdögum og alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem við fáumst við hverju sinni fyrir utan almennan undirbúning á öllum vígstöðvum.