top of page

Bíldudalsskóli auglýsir lausar stöður stuðningsfulltrúa og forfallakennara.

Bíldudalsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum eru 29 nemendur og í leikskólanum eru 9 en fer fjölgandi. Um er að ræða tímabundnar stöður út núverandi skólaár eða til og með 29. maí 2020.

Í Bíldudalsskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:

Staða stuðningsfulltrúa (68% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela í sér almennan stuðning. Möguleiki á áframhaldandi starfi út skólaárið.

Hæfniskröfur:

  • Metnaður til að vinna með fjölbreytilegan hóp nemenda

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakavottorð

Staða forfallakennara. Fjölbreytt og skemmtilegt starf sem felst í almennri kennslu á öllum stigum í forföllum.

  • Almenn kennsla á yngsta,- mið- og unglingastigi í forföllum

Helstu námsgreinar í forfallakennslu:

  • Íslenska og erlend tungumál á mið- og unglingastigi

  • Stærðfræði á mið- og unglingastigi.

Æskilegar menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

  • Metnaður til að vinna með fjölbreytilegan hóp nemenda

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 24. Janúar 2020.

Ráðið verður í stöðurnar frá og með 27. janúar 2020.

Laun stuðningsfulltrúa eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FOSVEST og laun forfallakennara samkvæmt Félagi grunnskólakennara.

Upplýsingar gefur Signý Sverrisdóttir skólastjóri í síma 450-2333 eða 8498976

Senda skal umsókn á netfangið signy@vesturbyggd.is

og verður móttaka umsókna staðfest.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page