top of page

Lesfimi-árangur í lestri í Bíldudalsskóla

Frá árinu 2016 hafa orðið gríðarlegar framfarir í lestarhraða nemenda við Bíldudalsskóla. Þegar mælingar hófust var meirihluti nemenda skólans undir 90% viðmiðum um lestrarhraða. Þ.e. 90% nemenda á sama aldri lesa á svipuðum hraða miðað við árganga. Þegar gögn síðustu þriggja ára eru tekin saman kemur í ljós að nú eru langflestir nemendur Bíldudalsskóla í 90% viðmiðunum og 30% skólans eru í 50% og 25% viðmiðunum.

En hér má lesa um lesfimiviðmiðin: https://www.bildudalsskoli.is/lesfimi

Bíldualsskóli hefur tekið kröfum um gæði skóla alvarlega og á síðustu árum hefur starfsfólkið unnið stíft að því að innleiða skapandi starfshætti, einblína á skólamenningu skólans og viðhorf, og gert margbreytilegar breytingar á námsmati. Starfsfólk skólans hefur sett sér það markmið að vera framúrskarandi skóli og uppfylla öll skilyrði yfirvalda menntamála um gæða skólastarf. Við höfum einblínt á framfarir nemenda á öllum sviðum - ekki bara lesferlinum - og brugðist við ef merki eru um að nemendur séu ekki að sýna framfarir.

Við erum sannarlega ánægð með okkur og staðráðin í að halda áfram á þessari vegferð. Í starfsþróunaráætlun skólans er áfram lögð áhersla á starfshætti og nú í haust verður einblínt sérstaklega á gæðastarf við nám og kennslu.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page