Þjónusta sálfræðings
Fyrirhugað er að Anna Steinunn sálfræðingur verði í grunnskólum Vesturbyggðar dagana 14.-17. október næstkomandi. Ef foreldrar hafa hug á að nýta sér þjónustuna er hægt að hafa samband í síma 450-2334 eða senda póst á viðkomandi umsjónarkennara, einnig er hægt að fara inn á vef Vesturbyggðar og fylla út beiðni þar sem óskað er eftir þeirri sérfræðiþjónustu en beiðnina má finna hér:
https://vesturbyggd.is/stjornsysla/utgafa-og-auglysingar/eydublod/
Bestu kveðjur, skólastjóri