top of page

Bíldudalsskóli fær styrk frá Forriturum framtíðarinnar


Bíldudalsskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Í ár styrkir sjóðurinn 30 skóla um sem nemur tæpum 12 milljónum króna að andvirði. Styrkur skiptast í tvo meginflokka, annars vegar tæpar 7,8 milljónir vegna námskeiða, námsefnisgerðar og kaupa á smærri tækjum í forritunar og tæknikennslu, og hins vegar rúmar 4,2 milljónir króna vegna tölvubúnaðar. Ljóst er að þörf skóla er mikil á þessu sviði því í ár var sótt um styrki sem í heild nema yfir 40 milljónum króna og því ljóst að ekki var hægt að veita öllum styrk sem sóttu um.

Hægt var að sækja um í einum eða fleiri neðangreindum flokkum.

  • Námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu.

  • Tölvubúnað; notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð sem eru yfirfarnar af kerfistjórum hollvina FF.

  • Styrk til námsefnisgerðar í forritunar- og tæknikennslu. (NÝTT)

  • Styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu. (NÝTT)

Bíldudalsskóli hefur fengið styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu að upphæð kr. 100.000,-

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page