top of page

Útivist sem val í Bíldudalsskóla

Á vorönn þetta skólaár var í boði að velja útivist sem valgrein í unglingadeildinni. Kennslan innihélt mismunandi afþreyingu úti í náttúrunni og gaf hagnýta reynslu hvernig má nota og nýta það sem náttúran hefur uppá að bjóða.

Það eru margir kostir við að læra að nota og njóta umhverfsins í kringum sig, bæði fyrir einstaklinginn, sem meðferð við andlegri- og líkamlegri heilsu og einnig fyrir samfélagið sem heild þar sem að eftir því sem við kynnumst náttúrunni betur því vænna fer okkur að þykja um hana. Þess vegna viljum við verja hana og vernda.

Byrjendarnámskeið á gönguskíði

Í febrúar hófst byrjendanámskeið á gönguskíðum. Það var þó lítið um snjó, en nóg til að geta æft mismunandi tækni hvernig á að ganga og bremsa. Við kynntumst líka ýmsum búnaði sem tengist gönguskíðum, s.s. skíði, stafi, skó og fatnað sem halda fótunum þurrum.

Gönguskíðaferð með báli

Í lok mars fór loks að snjóa almennilega og þá voru keyrð upp spor á Hálfdan. Við löbbuðum upp og inn á fjallið. Gerðum snjósófa, eldstæði og kynntumst því hvernig á að kveikja eld í snjónum. Grilluðum pylsur og fengum okkur heitt kakó í frostinu. Við vorum heppin með frábært veður og stöldruðum lengi við, að æfa okkur að renna og fara upp og niður brekkurnar.

Gönguferð

Í maí fórum við í gönguferð uppá Lómfell, þar sem sagan segir að Hrafna-Flóki hafi staðið þegar hann gaf Íslandi nafn sitt. Líkt og fyrr vorum við mjög heppin með veður. Útsýnið var stórfenglegt: Breiðafjörður, Snæfellsjökull og Arnarfjörður var allt sjáanlegt frá toppnum og endalaust af fjöllum og vötnum í norðurátt. Það var ekki auðvelt að labba þarna upp – mikið af stóru grjóti og snjó, sem var hindrun einstaka sinnum á leiðinni. Þá reyndi á að vera úrræða góður og fundum við nýjar leiðir og einstaka sinnum þurfti að klifra smá. Á toppinn komumst við þó þar sem við fundum okkur pláss til að setjast, borða nesti saman og njóta þessa glæsilega útsýnis sem umhverfið hafði uppá að bjóða.

Kæru nemendur, takk fyrir ferðirnar!

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page