Skoppa og Skrítla
Skoppa og Skrítla heimsóttu leik- og grunnskólakrakka á Bíldudal en krakkarnir höfðu beðið eftir þeim með mikilli eftirvæntingu. Þær sungu og dönsuðu með krökkunum og gleðin skein úr hverju andliti. Við þökkum þeim stöllum kærlega fyrir að hafa komið við á Bíldudal þetta var sannkölluð skemmtun.



