Starfsdagur

Starfsdagurinn 6. maí í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku var vel nýttur þegar starfsmenn lögðu í ferðalag á norðurfirðina. Ferðalagið hófst snemma morguns en fyrsti áfangastaðurinn var Grunnskólinn á Þingeyri. Þar tók á móti okkur skólastjórinn Erna Höskuldsdóttir sem sýndi okkur leik– og grunnskólann og kynnti fyrir okkur skólastarfið. Næst lá leiðin til Flateyrar, í Grunnskóla Önundarfjarðar og leikskólann Grænagarð, þar sem Kristbjörg Sunna Reynisdóttir sýndi okkur og sagði frá skólastarfi. Undir hádegi vorum við komin á Suðureyri við Súgandafjörð en Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri tók á móti okkur. Að lokum héldum við í Grunnskóla Ísafjarðar þar sem aðstoðarskólastjórinn Helga Sigfríður Snorradóttir sýndi okkur skólann.
Eftir að hafa heimsótt þessa fjóra frábæru skóla var kominn tími á heimferð, fullestuð af nýjum hugmyndum og innblæstri. Við þökkum skólastjórnendum kærlega fyrir að taka á móti okkur og gefa sér tíma til að spjalla við okkur.