top of page

Enskt jólaverkefni með vinaskóla á Spáni.

Miðdeildin í Bíldudalsskóla vinnur verkefni um jólahefðir í enskunni núna í desember. Við erum í samvinnu við skólann Teresanio del Pilar sem er staðsettur í Zaragoza á Spáni. Verkefnið er unnið í gegnum eTwinning þar sem við deilum á milli okkar myndum, myndböndum, verkefnum og spurningum.

Markmiðið með verkefninu er að öðlast þekkingu á öðru landi og menningu í gegnum jólahefðir, sem og að æfa enskt tungumál. Báðir nemendahópar vinna eftir sömu kennsluáætlun og það er alltaf jafnt skemmtilegt að sjá hvað hinir gera.

Í dag hittumst við í gegnum skjáinn og var mikill spenna og eftirvænting þegar við náðum sambandi við spænska vinabekkinn okkar. Á móti okkar 9 nemendum eru þau 51. Báðir hópar sögðu frá og komu með spurningar.

Verkefnið felur í sér skrifleg og munnleg verkefni það er áhugavert að sjá nemendur leggja sig fram við að gera sig skiljanleg á ensku. Einnig það að geta tjáð sig um þemu sem þeir þekkja svo vel hjálpar þeim að sýna þrautseigju í gegnum verkefnið.

Það er mjög líklegt að okkar nemendur komi til með að eiga samstarfsmenn víðs vegar um heiminn þegar þeir byrja að taka þátt í vinnumarkaðnum. Tungumál og þekking á öðrum löndum og menningu kemur þá til með að vera mikilvægt verkfæri. Vonandi verður þetta verkefni bara byrjunin á fleiri samvinnuverkefnum á milli okkar og skólahópum í mismunandi löndum.

We sent Christmas cards to Zaragoza.

One of the tasks was exchange mind maps

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page