Haustkynning

26.09.2018

Í síðustu viku var haustkynning Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku en vel var mætt á kynninguna og foreldrar afar áhugasami. Breyting hefur orðið á þessum kynningum frá því að vera námsgagnakynning yfir í að vera kynning á breyttum kennsluháttum. Skólastjórinn hóf kynninguna á Því að fara yfir ársskýrslu síðasta árs, starfsáætlun núverandi skólaárs  ásamt niðurstöðum lesfimiprófa.

 

Þegar skólastjóri hafði lokið sinni kynningu tóku kennarar Bíldudalsskóla við og kynntu breytta kennsluhætti í Bíldudalsskóla.  Starfsfólk hefur sett sér það markmið að bjóða upp á framúrskarandi skólastarf og tryggja meðal annars að fjölbreyttir kennsluhættir og námsmat birtist með skýrum hætti í skólastarfinu. Unnið er að því setja viðmið um hlutfall kennsluhátta og námsmats til að koma sem best til móts við fjölbreyttar þarfir nemendanna.

Stefnt er að því að kennsluaðferðir séu fjölbreyttar en þær teljast fjölbreyttar þegar  aðrar aðferðir en bekkjarkennsluaðferðir eru markvisst notaðar 75% af náms og kennslutíma nemenda eða bekkjarkennsluaðferðir séu ekki notaðar í meira en 25% af náms og kennslutíma allra árganga.

 

Kennarar fóru yfir hvernig samþætting námsgreina birtist þar sem áhersla er á hæfniviðmið með grunnþætti menntunar að leiðarljósi. Það má segja að námsbækur séu lítið notað til annars en stuðnings þemanu sem unnið er með og verkefnaloturnar hjá nemendum eru fjölbreyttar, skapandi og samvinnumiðaðar.

 

 

Please reload

Nýlegar fréttir
Please reload

Flokkun
Please reload

Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is