Lesfimipróf - niðurstaða

Niðurstöður lesfimiprófa fyrir Bíldudalsskóla skólaárið 2017-2018 hafa verið teknar saman en niðurstaða prófana sýnir aukinn árangur milli skólaára. Mun fleiri eru að ná viðmiði 1 í septemberprófunum og fleiri nemendur eru að ná viðmiði 2 og 3 í janúar- og maíprófunum. Bíldudalsskóli hefur aukið bókakost skólans svo um munar, aukið tímann sem fer í lestur í skólanum og samvinna heimilis og skóla er til fyrmyndar.
Við hvetjum alla nemendur til að taka þátt í Sumarlestri Bíldudalsskóla. Þetta er verkefni sem allir nemendur í skólanum vinna saman og markmiðið er að ná 10.000 blaðsíðum samtals. Að lesa yfir sumartímann er ekki síður mikilvægt til þess að viðhalda og bæta lestrarhraðann.
Niðurstöðu lesfimiprófanna í heild sinni má finna hér.